Spilaborg Dominique Strauss-Kahn er að hrynja. Fram í dagsljósið koma gamlar ásakanir um nauðganir og nauðgunartilraunir. Forstjóri Sjóðsins hefur lengi verið geðveikur kynórakarl, hættulegur umhverfinu. Ritstjórar þora ekki að senda konur í viðtal við hann. Furðulegt er, að svona dólgur skuli árum saman tróna á frægðartindi. Í milljón króna fötum í hótelsvítum, sem kosta milljón krónur á nóttina. Einhver verður að borga, líklega skuldugu ríkin. Sjóðurinn verður nú að losa sig við hann hið bráðasta. Og hann fer örugglega ekki í forsetaframboð í Frakklandi. Nú er spurt: Hverjir réðu brjálæðinginn?