Umræða um svokallaðan múslimavanda í Evrópu slengist fram og aftur í bylgjum. Í fyrra var algengt að telja aðlögun þeirra ganga sæmilega og glæpir ekki taldir sérstakt vandamál. Upp úr áramótum breyttist þetta eftir róstur í Köln og víðar í Þýzkalandi, svo og eftir þátt norska ríkissjónvarpsins um róstur í ýmsum borgum Svíþjóðar. Þá kom fram, að lögreglan hafði skipulega brenglað og þaggað tölur um glæpi múslima. Þýzka sjónvarpið baðst afsökunar á aðild að þessari þöggun. Sex mánuðum síðar kemur lögreglustjóri í Málmey fram og segir norska sjónvarpið og fleiri fjölmiðla hafa ýkt málið. Hverju á maður að trúa?