Ramesh Thakur spyr í International Herald Tribune, hvers vegna þurfti að slátra almenningi í Írak, þótt þar hafi ekki reynzt vera nein gereyðingarvopn og engin uppspretta skæruhernaðar á Vesturlöndum. Hann spyr, hvort heimurinn sé reiðubúinn að samþykkja, að Bandaríkin geti ákveðið, hvaða ríkisstjórnum beri að velta úr sessi. Hann spyr, hvort heimurinn sé reiðubúinn að heimila Bandaríkjunum að sundra fjölþjóðastofnunum, þar á meðal Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu, þremur mikilvægustu stofnunum laga og réttar í heiminum. Hann spyr, hvort heimurinn mundi sætta sig við nýtt Rómarveldi, eða taka saman höndum um að verða ekki Írak morgundagsins.