Steingrímur Sævarr Ólafsson, þáttarstjóri og fyrrverandi spunakerling, gerir sér stundum mat úr villum í fjölmiðlum. Hann kvartar yfir orðinu “miljörðum” í DV. Sjálfur kann hann lítið í íslenzku, eins og ég hef áður bent á. Fyrir neðan kvörtun hans kemur þessi sérkennilega málsgrein hans: “…tryggðu hverri annarri sæti í úrslitakeppninni.” Þarna á auðvitað að standa “… tryggðu hver annarri sæti í úrslitakeppninni.” Ég hef áður sagt og ítreka nú, að betra er að láta málfarsfræðinga um að leiðrétta íslenzku í fjölmiðlum. Berskjaldaðir menn á því sviði halli sér að öðrum sviðum.