Hvers á Símon að gjalda?

Punktar

Simeone Saxe-Coburg Gotha, forsætisráðherra Búlgaríu, var ekki hafður með á þríveldafundinum á Azoreyjum, þar sem George W. Bush frá Bandaríkjunum lagði Tony Blair frá Bretlandi og Jose María Aznar frá Spáni lífsreglurnar. Skemmtilegra hefði verið að hafa fullt hús allra þeirra stríðsglöðu, sem vilja árás á Írak án samþykktar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Alls eru fjórar ríkissjórnir þeirrar skoðunar í öryggisráðinu, en ekki þrjár. Spurningin er, hvers á Símon að gjalda?