Við getum litið á vefinn sem vanda og við getum litið á hann sem lausn á vanda, sem við hefðum hvort sem er staðið andspænis. Félagsvefir á borð við MySpace, Facebook og YouTube hafa ekki hefðbundin gildi siðareglna í blaðamennsku. Vefurinn hefur magnað ótta í blaðamennsku, átt þátt í að draga burt auglýsingar, að magna þéttara eignarhald fjölmiðla, að draga úr notkun ungs fólks á hefðbundnum fjölmiðlum og að draga úr trausti fólks á fjölmiðlun. En vefurinn kann að hafa komið í tæka tíð til að virkja kynslóðir, sem höfðu yfirgefið dagblöðin. Hvers vegna lesa þær ekki?