Katrín Jakobsdóttir skilur sannleiksskýrsluna eins og andskotinn biblíuna. Telur nefndina hafa beðið um aðhald menntaráðherra með fjölmiðlum. Þeir hafi ekki varað nógu vel við hruninu. Ástæða þess var þó einföld. Fjölmiðlar voru og eru dauðhræddir við að stíga á fætur þeirra, sem settu okkur á hausinn. Gengisbraskarar og fjárglæframenn hóta fjölmiðlum með hjörðum lagatækna. Dómstólar dæma fjölmiðla á færibandi fyrir móðganir. Lög um meiðyrði eru vond og dómvenja er viðbjóðsleg. Ef vekja á fjölmiðla til lífs, á að veita þeim frelsi. Ekki sparka þeim í ritskoðun hjá Katrínu. Hvílíkt rugl hennar.