Hvíta húsið á hvolfi

Punktar

Þegar Trump jós kosningaloforðum yfir mannskapinn, sögðu menn: „Þetta eru bara loforð.“ Svo varð hann forseti og byrjaði samdægurs að tísta fyrirskipanir á Twitter. Fólk er farið að róa fram í gráðið og segja: „Þetta verður stoppað.“ En Trump heldur áfram að taka starfsfólk Hvíta hússins á taugum. „Þú ert rekinn“ segir hann. Starfsmannastjórinn fékk taugaáfall og kallað var í varaforsetann, sem hélt bænastund. Mexikó-forseti segir: „Éttu hann sjálfur“. Enginn tekur mark á Trump, nema Theresa May, sem er með Bretland í öngviti út af Brexit. Hún leitar sálufélaga, hvar sem er. Senn hringir hún líka í Bjarna Ben, prinsinn af Panama.