Hér varð hrun og það var á vegum bófa í bönkum, embættum og pólitík. Hrunið var hvorki Evu Joly né Jóhönnu Sigurðardóttur að kenna. Nýjustu tilraunir til að endurskrifa sagnfræðina segja, að hér hafi ekki verið hrun og að hrunið hafi verið Evu og Jóhönnu að kenna. Treggáfaðir kjósendur þurfa auðvitað skáldlega fræðimenn til að hugsa fyrir sig. Við því er ekkert að gera, kvótagreifar og einokunargreifar borga hvers kyns rugl. Uppgjör þjóðarinnar við pólitíkusa fór út um þúfur. Pólitískir bófaflokkar eru enn við völd í boði kjósenda. Uppgjör hennar við bankstera stendur yfir í dómsölum. Erfitt er að spá um lyktir þess.