Hýenur renna á lyktina

Punktar

Samfylking Jóhönnu er að gefa upp öndina og hýenurnar eru farnar að þefa af dýrinu. Árni Páll öðlaðist djúpan skilning á bankamálum við að hætta að vera bankaráðherra. Skrifar um það hverja greinina á fætur annarri. Lítur á sig sem erfingja flokksins. Vill gera hann forstjóravænan að nýju og byrja að kjassa kvótagreifa. Kannski er Ingibjörg Sólrún í hópnum umhverfis dauðvona dýrið, því að Blair-isminn er sameiginlegt einkenni skuggaverja. Vilja taka við flokknum og endurreisa samstarf við hrunverja um nýtt blöðruhagkerfi að hætti ársins 2007. Hafa ekkert lært og engu gleymt. Eins og margir fleiri.