Saga ríkisstjórnarinnar er jafnóðum orðin harmsaga Vinstri grænna. Hvert málið rekur annað, sem er andstætt kosningaáróðri þeirra. Katrín Jakobsdóttir forsætis hefur ekki brosað frá áramótum. Í stað víðs og hlýlegs tanngarðs er komið beint strik. Og hrukkur milli augna. Vikulega eru verðhækkanir á þjónustu heilsugæzlu, lyfjum eða öðrum liðum heilbrigðismála. Og svo eru það skandalarnir, nú síðast lögbrot dómsmálaráðherra. Þá segir Katrín, að ekki sé hefð á Íslandi, að ráðherra segi af sér. Hún vill ekki rjúfa illar hefðir, þá vitum við það. Katrín stimplar flokk sinn sem síðbúið íhald, áhugalaust um almenning. VG hyggst éta skít í 4 ár.