Ég fylltist þjóðaróöryggi, þegar Þjóðaröryggisráð hélt fund í bönker sínum á Keflavíkurflugvelli. Þar er bara dósamatur og Bjarni Ben var heldur súr, þegar honum var færður diskur með sardínudós og Ora-baunum. Tilefni fundarins var lát þriggja fórnardýra hryðjuverka í London. Mikil hætta er á, að þjóðaröryggisstig á Íslandi geti hækkað. Ákveðið var að senda vopnaða þjóðaröryggissveit á vettvang, þegar samkvæmi eru haldin, hvar búast má við tuttugu manns eða fleirum. Fyrsta óöryggið reyndist vera Hrafnistumenn á Sjómannadegi. Þar var ekki framið neitt hryðjuverk. Þakkar Bjarni það sýnilegri árvekni byssumanna og Þjóðaröryggisráðs. Fylgist hér áfram með fréttum úr bönkernum.