Blaðamenn og fréttamenn þurfa að skilgreina betur viðmælendur. Í fjölmiðlum vaða uppi áróðursmenn í dulargervi óvilhallra sérfræðinga. Ekki er nóg að segja álitsgjafa vera hagfræðing, lögfræðing eða annars konar fræðing. Birta ber tengsli eða hagsmuni viðmælandans. Gætir hann óbeint stjórnmála eða annarra hagsmuna? Er staða hans í lífinu slík, að það geti haft áhrif á það, sem hann segir? Kynning viðmælenda er lakari hér en í þróuðum löndum. Skýrir að nokkru, af hverju margir Íslendingar trúa blint á ýmsar firrur. Notendur fjölmiðla eiga skilið að búa við gegnsæi á þessu sviði af hálfu fjölmiðla.