Í grænum hvelli

Punktar

Orkuveita Reykjavíkur og borgarstjórnin ætluðu að þegja í hel umhverfisslysið við Faxaskjól. Þar runnu á hverri sekúndu 750 lítrar af óhreinu skólpi út í fjöruna síðan 26. júní. Í tíu daga var ástandið slíkt. Heilbrigðiseftirlit og Orkuveitan segja þetta „bagalegt“. Bagalegt? Burt með orkuveitustjórann og aðra þá, sem sinntu ekki eftirliti með skólpi í Reykjavík. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra í tvær vikur. Fram að þessu var hann daglega í fréttum að klippa borða af minnsta tilefni. Hvorki dugir að þegja sem fastast né kalla þetta bagalegt. Laga þarf ástandið í grænum hvelli og biðjast opinberlega afsökunar.