Í helgra manna tölu

Punktar

Í fyrra fór Sigmundur Davíð í svo fínt starf, að fjölmiðlum fannst óviðeigandi að röfla. Hefur því afskiptalítið fengið að bulla, ef frá er skilið alræmt viðtal Gísla Marteins. Enda er sá gaur ekki blaðamaður að starfi. Smám saman hafa fleiri rugludallar komizt í helgra manna tölu pólitíkusa, sem fá að bulla í friði. Vigdís Hauksdóttir er þar fremst í flokki. Slíkir pólitíkusar bulla alltaf eitthvað, sem vekur ótal spurningar, sem ekki er spurt. Það er nefnilega ekki lengur fínt í bransanum að ónáða óhæfa pólitíkusa. Slíkt ylli leiðindum og röfli um einelti, ofsóknir og samsæri. Þannig forheimskast þjóðin enn frekar.