Í klóm bófa og bjána

Punktar

Allt er á hvolfi í samfélaginu vegna gripdeilda stjórnvalda í þágu kvótagreifa og annarra auðgreifa. Tugþúsundir eru á leið í verkfall og vantraust fólks á ráðherrunum slær Íslandsmet. Hálf þjóðin á varla eða ekki fyrir nauðsynjum, hvað þá húsnæði. Fólk er að átta sig á, að vitlaust er gefið í spilunum. Samt leyfist freka karlinum að taka alþingi í gíslingu vikum saman. Hann vill ólmur eyðileggja auðlindir víðerna til að niðurgreiða rafmagn til mengunar. Dag og nótt er tíma alþingis sóað í þetta glóruleysi. Á hliðarlínunni rífast ráðherrar um óljós húsnæðismál. Fólk áttar sig á, að það hefur glutrað landstjórninni í klær bófa og bjána.