Páll Vilhjálmsson vísar til Einars þveræings, sem sagði erlenda kónga mundu reynast misjafna. Landsmenn skyldu varast að gefa konungi færi á eignum eða sköttum. Samkvæmt því ættum við að forðast að gefa erlendu yfirvaldi færi á auðlindum. Einkum fiskveiðum og orkuöflun. Og ekki gefa erlendu yfirvaldi tækifæri til að leggja á skatta. Þeir, sem gæta hagsmuna Íslands í samningum við Evrópusambandið, ættu að hafa Einar þveræing í huga. Hins vegar kemur margt gott með sambandinu. Hörð valúta, lágir vextir, aukin vernd neytenda og umhverfis, aukin hagfesta, stóraukin siðmenning, minni Davíðska og fúsk.