Dæmi um eymd hefðbundinna íslenzkra fjölmiðla er mál háskólakennarans, sem nauðgaði dætrum sínum og vinkonum þeirra. Hann var búinn að vera í gæzlu löggunnar í nærri mánuð, án þess að hún teldi heppilegt að segja þjóðinni frá. Það var ekki fyrr en háskólinn leysti manninn frá störfum, að DV skúbbaði fréttinni eftir dúk og disk. Kannski ætlaði löggan aldrei að segja okkur frá manninum. Þetta sýnir, hversu vanhæfir fjölmiðlarnir eru til að segja okkur ekta fréttir. Þeir hirða það, sem spunakarlar löggunnar senda þeim í tölvupósti. Meira eða minna orðrétt. Og leita sjálfir að engu öðru.