Í orði eða á borði

Punktar

Hef engan áhuga á orðum Davíðs Oddssonar í einkasamtölum við Geir Haarde og aðra í aðdraganda hrunsins. Hef þeim mun meiri áhuga á gerðum Davíðs í aðdraganda hrunsins. Davíð segist hafa varað menn við hruninu. Hins vegar hagaði hann sér ekki þannig. Leyfði viðskiptabönkunum að skuldsetja sig út yfir allan þjófabálk, þótt reglur Seðlabankans banni það. Á síðustu metrunum fyrir hrun leyfði hann viðskiptabönkunum að skafa Seðlabankann að innan og skilja þar eftir veðlaus og verðlaus ástarbréf. Það skiptir máli, sem Davíð gerði. Ekki það sem hann þykist hafa sagt í óstaðfestum einkasamtölum.