Í sporum Jóns lærða

Punktar

“Í spor Jóns lærða” er merkasta rit ársins. Margir fræðimenn lýsa þar ævi forvígismanns málfrelsis. Jón lærði var landsins mesti grúskari upp úr siðaskiptum. Lenti í útistöðum við embættisbófa. Skrifaði gegn Ara í Ögri fjöldamorðingja. Sá lét drepa tugi spánska hvalfangara, svo að Hriflu-Jónas gerði hann að þjóðhetju. Embættisbófar hröktu Jón lærða út í sker eitt fyrir Austurlandi. Þaðan slapp hann til Kaupinhafnar og öðlaðist réttlæti. Alltaf hefur réttlætið komið að utan. Þá var það danskur kóngur, núna evrópskir dómstólar. Enn þurfum við að slást við Rökkurbýsnir íslenzkra þjóðrembinga.