Böndin berast að Pútín, sem stökk úr leyniþjónustunni upp í æðsta sess Rússlands. Hans menn drápu njósnarann Alexander Litvinenko á eitri, skutu blaðamanninn Önnu Politkovskaya til bana og reyndu að drepa Jegor Gaidar, fyrrverandi forsætisráðherra. Öll verkin bera merki stofnunar, sem Felix Dzershinky veitti fyrst forustu og lengst var fræg undir bókstöfunum KGB. Rússland er núna alræðisríki undir stjórn arftaka KGB, sem hefur náð öllum öngum ríkisvaldsins í sínar hendur, nánast öllum fjölmiðlum landsins og beinir gamalkunnum ógnunum gegn nágrannaríkjum alræðisins.