Bandaríkin eru komin í stríð við alla stríðsaðila í Sýrlandi. Hófu stríð við Assad. Ræktuðu til þess sveitir öfgamúslima, sem við þekkjum nú sem ISIS. Þau urðu öflugustu óvinir Assads. Saumuðu um leið að öðrum óvinum Assads, einkum Kúrdum. Bandaríkjunum var mikið í mun að etja Tyrkjum út í stríðið. Tyrkir urðu við því, en reyndust lélegir í að sprengja Assad. Lögðu þeim mun meiri áherzlu á að sprengja Kúrda. Hafa komist upp með það um langa hríð. Því eru Bandaríkin í senn í stríði við Assad, við ISIS og við Kúrda. Eru þannig komnir í stríð við helztu stríðsaðila í Sýrlandi. Geri aðrir fávitar betur. Bandaríkin eiga bágt.