Í stríði við söguna

Punktar

Hafa má það til marks um sjúka hugsun talíbana, að enn ráðast þeir á minjar um menningarsöguna. Þeir hafa lagt í eyði nokkrar aldagamlar moskur súfista í Sahara, innan landamæra Mali. Súfistar eru sértrúarsöfnuður múslima. Áður höfðu talíbanar ráðist á risavaxin fjallalíkneski af Búddha í Bamijan í Afganistan. Trúarofstæki leiðir menn út í svona spellvirki. Í sögunni eru mörg dæmi um, að musteri hafi skipt um hlutverk, kirkjur orðið moskur eða öfugt. Athafnir hafa líka skipt um hlutverk, til dæmis jólin. En eyðilegging er meiri og sjaldgæfari ofsi. Þar eru talíbanar jafnan í fremstu víglínu.