Vigdís Hauksdóttir saknar þess tíma, er þingmenn nutu virðingar og voru ekki ávarpaðir af puplinum. Það var í þá daga, þegar fundin voru upp orð á borð við háttvirtur og hæstvirtur. Núna er öldin önnur, þingmenn verða eins og aðrir að vinna fyrir virðingu sinni. Til dæmis með því að hóta ekki fólki og heimta brottrekstur þess. Til dæmis með því að fara vel með tungumálið og misþyrma ekki málsháttum. Hefðir skila sér ekki sjálfkrafa inn í nútímann, þegar þingmenn frekjast eins og smákrakkar. Vigdís, þú öðlast ekki virðingu fyrir að vera alþingismaður. Þú verður eins og aðrir að vinna þér hana inn.