Fjármagnstekjuskatturinn eykur ójöfnuð í þjóðfélaginu. Ríka fólkið borgar 10% af tekjum sínum í skatt, en launafólk borgar 38%. Lífeyrir fólks, sem er að hluta af sömu rót fjármagnstekna og tekjur ríka fólksins, er skattlagður 38%, þótt tekjur ríka fólksins séu aðeins skattlagðar 10%. Sveitarfélög fá ekkert af tekjum ríka fólksins, aðeins af tekjum launafólks og eftirlaunafólks. Þetta er réttlætið á Íslandi í dag. Í skjóli heimsku og sinnuleysis kjósenda er rekin róttækt hægri sinnuð skattastefna sem hossar ríkum á kostnað fátækra.