„Þetta er eins og að vera kominn í tímavél stillta á 2007“, sagði bílasali, sem boðinn var nýlega í mikið Landsbankapartí á Kex um daginn. Bankinn var frægur fyrir veizluhöld árin fyrir hrunið, þegar Sigurjón Árnason skar heilsteikt svín í Hong Kong. Nú fetar Steinþór Pálsson í fótspor hans, að vísu ekki lengra en á Skúlagötu. Tilefni veizlunnar var kynning á nýjum bílalánum bankans í stíl við þau, sem fræg urðu fyrir hrun. Þau ollu miklum hörmungum og valda enn, hvað sem verður um uppvakning Steinþórs árið 2015. Vinstri stjórnin trassaði að koma böndum á óða bankastjóra. Og hægri stjórnin heldur ótrauð áfram ógæfubrautina.