Í vinnslu í skúffunni

Fjölmiðlun

Við vitum, hvað setningin þýðir: “Málið er í vinnslu í ráðuneytinu.” Hún þýðir á íslenzku “Málið er niðri í skúffu.” Sérstaklega á þetta við um Geir Haarde og eftirlaun pólitíkusa. Málið er alltaf í vinnslu. Það er alltaf of seint á ferðinni til að hægt sé að taka það fyrir núna. Þetta stafar af, að ríkisstjórnin hyggst ekki leiðrétta ofurhá eftirlaun pólitíkusa. Sama gildir um siðareglur pólitíkusa. Það mál er líka “í vinnslu” hjá forsætis. Það þýðir á íslenzku “í skúffunni”. Ríkisstjórnin hyggst raunar ekki setja reglur um að hefta sína eigin spillingu. Slík mál eru bara “í vinnslu”.