Jacques Chirac, fyrrum Frakklandsforseti, er pólitíkus í röngu landi. Hann hefði betur búið á Íslandi. Var í gær dæmdur í Frakklandi fyrir að ráða flokksbræður sína án auglýsingar, þegar hann var borgarstjóri Parísar. Hér á landi hefur slíkt oftast verið talið sjálfsagt, jafnvel enn þann dag í dag. Það er munurinn á lýðræðinu í Frakklandi og á Íslandi. Þar gekk þjóðfélagið gegnum eld og brennistein til að koma lýðræði á fót. Hér afhenti danski kóngurinn okkur lýðræði á silfurdiski. Við erum ófullveðja sem þjóð. Hér ráða klíkur ferðinni. Alveg eins og var í Frakklandi fyrir rúmlega 200 árum.