IBM er að hefja stórfellda auglýsingaherferð fyrir opna tölvustýrikerfinu Linux, sem er ókeypis og breiðist ört út um heiminn. Herferðin er bein árás á Microsoft, sem hefur hingað til haldið heiminum í heljargreipum Windows. Fréttaskýrendur segja, að IBM sé með þessu að kasta stríðshanzkanum í baráttunni gegn einokunarrisanum. Frá þessu segir í New York Times.