Þrisvar dýrara er að fljúga með Iceland Express en með hliðstæðum félögum á leiðum, sem eru svipaðar að lengd. Þegar bezt lét, var Iceland Express tvöfalt dýrari. Þá kostaði ferðin þar 20.000 krónur á núvirði, en kostar núna 30.000. Svipuð ferð með EayJet eða RyanAir kostar tæpar 10.000 krónur. Hækkunin hér stafar af, að Iceland Express er komið í eigu sömu aðila og eiga Icelandair. Einokun hefur aftur komizt á í millilandaflugi Íslands. Fáar ferðir eru boðnar af öðrum. Og erfitt að finna þær, því að Icelandair og Iceland Express fá pláss fremst á flugleitarsíðum, t.d. á DoHop.