Íslandsbanki tók yfir 42% hlut í Icelandair, þar sem félagið hætti að greiða af skuldum. Þetta jafngildir gjaldþroti. Reksturinn var tekinn yfir af ríkisbanka. Það kallast þjóðnýting Loftleiða og Flugfélagsins. Fyrstur á græðgisöld kom að þessu gælufyrirtæki samfélagsins útrásarvíkingurinn Hannes Smárason. Hann át það allt að innan. Síðan komu að sögunni Steingrímur og Karl Wernerssynir, sem einnig urðu frægir af veðsetningu bótasjóðs Sjóvá. Ennfremur Finnur Ingólfsson, skuggabaldur Framsóknar. Afleiðingin af fjandsamlegri árás útrásarvíkinga er milljarðatap, sem lendir á fátæklingum.