IceSave-flokkurinn

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki samþykkt IceSave ábyrgðina, sama hvaða fyrirvarar eru í boði. Málið er of nálægt Flokknum. Segja má, að IceSave sé beinlínis honum að kenna. Þeir voru flokksmenn, sem unnu að málinu, þar á meðal Kjartan Gunnarsson, studdur af Davíð Oddssyni. Hraktar hafa verið fullyrðingar Kjartans um, að bankinn hafi ekki flaggað íslenzkri ábyrgð. Í stöðunni getur Flokkurinn aðeins vísað ábyrgðinni til útlanda. Geir Haarde kennir útlendri kreppu um hrunið á Íslandi, kannski er lygin bezta vörnin. Þingflokkurinn hamast í fyrirvörum, en mun greiða atkvæði gegn ábyrgðinni.