IceSave kostar 40-60 milljarða

Punktar

Óformlegt samkomulag hefur náðst við Bretland og Holland um IceSave. Við munum borga 3% vexti. Heildarskuldin verður 40-60 milljarðar, miklu lægri en áður var talið. Nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn, sem getur þítt botnfrosnar lánveitingar til Búðarhálsvirkjunar og fleiri mikilvægra verkefna. Þegar samið hefur verið um IceSave, geta Íslendingar aftur fengið lán í útlöndum. Með því að fallast á þessa niðurstöðu, stuðlar Flokkurinn að fyrstu skrefum þjóðarinnar upp úr núverandi feni. Þegar Flokkurinn segir já verður skrifað undir samkomulagið, en annars ekki. Viðsemjendur okkar hafa bitra reynslu.