Fréttastofa Ríkisútvarpsins náði eintaki af IceSave samningnum við Holland. Þar kemur fram, að málið er ekki milliríkjamál, heldur innanríkismál í Bretlandi. Brezkir dómstólar munu fjalla um ágreining. Verði greiðslufall, má brezka stjórnin taka lögtak að vild í verðmætum eigum íslenzka ríkisins. Gera má ráð fyrir, að samningurinn við Bretland sé svipaður. Þá vitum við það. Ríkisstjórnin hefur afsalað fullveldinu. Þar á meðal stjórnarflokkur, sem lýsir yfir áhyggjum af afsali fullveldis vegna Evrópusambandsins. Þessir samningar um afsal fullveldis eru landráð og verða felldir á Alþingi.