Ungir sjálfstæðismenn eru að vonum ósáttir við, að ráðherra flokksins vill efla Ríkisútvarpið á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er ekki í samræmi við gamla hugmyndafræði Flokksins, ekki frekar en að efla Símann á símamarkaði. En í þessum tilvikum vill svo til, að Flokkurinn hefur komið sér vel fyrir í ríkisfyrirtækjunum og vill gæta hagsmuna kvígilda sinna. Þess vegna passar ráðherrann upp á Ríkisútvarpið eins og Símann. Hann lítur á útvarpið sem eins konar flokkseign. Ungliðarnir vilja að farið sé eftir stefnuskránni, en ráðherrann fer eftir hagsmunum kvígildanna. Þá víkur stefnuskráin.