Steingrímur J. og Björn Valur hafa báðir nýlega krafizt gengislækkunar til að létta súra lund kvótagreifa. Þeir eru raunar tveir helztu opinberu baráttumenn gegn frjálsum uppboðum á aflaheimildum og með óbreyttri stöðu vinnslustöðva landbúnaðarins undir pilsfaldi ríkisins. Þeir eru íhald eins og Sjálfstæðis, vilja ekki raska ró auðgreifa og vilja viðhalda stéttaskiptingu. Fái Viðreisn eða Björt framtíð fyrir hjartað í stjórnarsamstarfinu, getur Flokkurinn sparkað þeim úr rúminu. Kippt Vinstri grænum upp í til sín í staðinn og jafnvel Framsókn líka. Þetta sýnir, hversu óralangt Íslendingar eru frá siðuðum þjóðum Evrópu.