Íhaldið til vinstri

Punktar

Íhaldið til vinstri
Svo langt hefur fasistinn Tony Blair runnið til hægri, að Íhaldið hefur birzt vinstra megin við Labour. Nýr formaður Íhaldsflokksins vill stöðva aðildina að krossferð Blair gegn múslimum og vill róttækar aðgerðir gegn hnignun umhverfisins af mannavöldum. Við höfum lengi horft furðu lostin á Blair breyta gömlum verkfallaflokki í fasistaflokk. Nú sjáum við eina afleiðinguna, David Cameron hefur fyllt í eyðuna, sem myndaðist við brottför ofsatrúarmannsins af miðju stjórnmálanna. Brezk stjórnmál leita aftur jafnvægis í miðjunni. Tony Blair reyndist bara vera vofa Thatchers.