Fyrsta áratug aldarinnar urðu til og þöndust út opinberar stofnanir. Úr nánast engu urðu til 75 manna stofnanir. Fylltust af lagatæknimenntuðum íhaldsfrúm, sem fengu þar peninga fyrir ferðalögum fjölskyldunnar. Fæstar þessar stofnanir gers neitt af viti. Þegar á reynir, valda þær vandræðum. Frægustu dæmin eru Útlendingastofnun og Umhverfisstofnun. Skera ætti þær niður við trog fremur en að skerða velferðina. Næsta niðurskurðarhrina ætti að beinast að bákninu sem slíku, ekki að forsendum velferðar. Báknið varð til í sukkinu á valdaskeiði Davíðs og Geirs og kemur þjóðinni ekkert við.