Íhaldsmaðurinn hneykslast

Punktar

Gamli íhaldsmaðurinn John Major hneykslast á aukinni stéttaskiptingu Breta. Hann var forsætis á eftir Margaret Thatcher. Síðan tóku við ríkisstjórnir Tony Blair og Gordon Brown. Þeir voru svokallaðir Blair-istar, töldu krata þurfa að taka upp stefnu íhaldsins. Eins og Ingibjörg Sólrún og arftakar hennar í Samfylkingunni. Afleiðingin var mögnuð stéttaskipting í Bretlandi. Einkaskólagengnir pólitíkusar tóku völd og reyndu að skera niður velferð og einkareka sjúkrahús og skóla. Þetta afturhvarf magnaðist á tíma núverandi hægri stjórnar. Major hefur töluvert fjallað um þetta í ræðum að undanförnu.