Reglan um fullveldi ríkja hefur verið hornsteinn utanríkismála allt frá Westfölsku friðarsamningunum 1648, eins og við þekkjum vel hér á landi. Ef menn vilja rjúfa þessa mikilvægu reglu, verða að vera um það skýrar reglur, svo sem að víðtækt fjölþjóðasamkomulag sé um íhlutun og að hún valdi ekki meiri skaða en henni er ætlað að hindra. Augljóst er, að fyrirhuguð árás Bandaríkjanna á Írak fellur ekki að neinum slíkum reglum og mun magna öryggisleysi jarðarbúa. Menn spyrja, hverjir verði næstir í vegi hinna stríðsglöðu. Jonathan Freedland ræðir í Guardian um vandamál íhlutunar í fullveldi ríkja.