Illa dulbúnir lagakrókar

Punktar

Formaður dómarafélagsins segir, að með makrílfrumvarpi ríkisstjórnarinnar sé reynt „að klappa kvótann í berg með illa undirbúnum lagakrókum“. Frumvarpið sé illa meint og illa dulbúin tilraun til að festa kvótaeign í sessi. Með öðrum orðum sagt, þá er ríkisstjórnin bófaflokkur, sem reynir að sölsa almannaeign undir nokkra kvótagreifa. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur viðurkennt, að „það eru einhvern veginn allir á móti þessu“. 30.000 manns hafa undirritað áskorun til forsetans um að hafna þessum lögum. Samt hamast stjórnin við að koma þessu ógeðsmáli gegnum alþingi. Þetta eru heimskir og illir bófar.