Rúmum klukkutíma fyrir lendingu boðaði flugstjóri Mýflugs fjölmiðlum lendingu á hinni umdeildu stuttbraut í Reykjavík. Þegar flugvélin lenti þar, voru allar aðrar flugvélar að lenda á langbrautunum, sem venjulega eru notaðar. Er Mýflug sneri til baka, notaði það aðra langbrautina. Þá voru fjölmiðlar ekki boðaðir. Málið var stönt eða farsi, hluti af áróðursstríði flugstjórans og félaga. Eru flugvélar Mýflugs verr en aðrar vélar til þess hæfar að lenda í Reykjavík við svona aðstæður? Gáfulegra væri þá að semja um sjúkraflug við annað félag, sem getur boðið lendingarhæfar flugvélar. Sjúklingarnir eiga það líklega skilið.