Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson klipptu og límdu kafla úr gömlum skýrslum til að búa til smjörklípu („attention shifting“). Það telur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent við háskólann. Hún segir þetta ekki vera alvöru plagg, „til þess gert að skapa hávaða og vera pólitísk í stað þess að vera hluti af eftirlitshlutverki þingnefnda með framkvæmdavaldinu“. Heldur hefur hallað á ríkisstjórnarflokkana í aðdraganda kosningabaráttunnar. Hin undarlega stafsetta smjörklípa er tilraun til að skipta um umræðuefni. Draga athygli frá blóðbaðinu í Framsókn og firna dapurri útkomu úr prófkosningum Sjálfstæðisflokksins.