Illa við fátæka

Punktar

Ríkisstjórnin hefur óbeit á Neytendasamtökunum og vill ekki fulltrúa þeirra í tíu manna nefnd um matvælaverð. Samtökin hafa þó reynslu af að bera saman matarverð á Íslandi og erlendis. Tólf þúsund félagsmenn eru í samtökunum, svo að ríkisstjórnin er að abbast upp á aðila, sem nýtur viðurkenningar fólks sem málsvari litla mannsins í samfélaginu. Stjórninni er almennt andvíg fátæklingum, svo sem sést af því, að aukizt hefur skattbyrði allra þeirra, sem hafa minna en milljón á mánuði. Mest hefur hún aukizt hjá þeim, sem hafa minna en kvartmilljón á mánuði, um 14% á tólf árum.