Illhveli heimsmálanna hefur enn einu sinni tekizt að bregða fæti fyrir mannúðarmál, sem allir aðrir styðja. Með langvinnri og heiftarlegri andstöðu tókst Bandaríkjunum á síðustu stundu að fá setta inn klausu í alþjóðasamning á vegum Heimsviðskiptastofnunarinnar um ódýr lyf til þróunarlandanna. Klausan framleiðir svo mikla skriffinnsku, að frjáls góðgerðasamtök á borð við Lækna án landamæra segja, að samningurinn komi þriðja heiminum að litlu sem engu gagni. Frá þessu segir m.a. í International Herald Tribune.