Illskan trompar gæzkuna

Punktar

Ásmundur Friðriksson réðist gegn öryrkjunum sínum í gær, þegar hann hafnaði á alþingi sömu kjarabótum þeirra og annarra. Illugi Gunnarsson réðst gegn eigin tillögu um útvarpsgjald og greiddi atkvæði gegn gjaldinu. Í sama flokki og Ólöf Nordal, sem sagðist ekki sitja þegjandi hjá illri meðferð hælisleitenda og sat svo einmitt þegjandi hjá. Þessir pólitíkusar þurfa að athuga, að erfitt er að vera í bófaflokki og lýsa samtímis yfir góðsemi sinni. Að minnsta kosti verður síður gert grín að ósamræmi í orðum og verkum. Betra er að flagga ekki góðsemi sinni og fullyrða bara eins og Vigdís, að illska sín sé langbezt af öllu.