Illugi endurreistur

Punktar

Illugi Gunnarsson hefur verið ráðinn til að gera tillögur um framtíðarskipan á stjórn peningamála, hvorki meira né minna. Þið munið hann Illuga. Var á framfæri góðviljaðs verktaka og gat launað greiðann, þegar hann varð menntamálaráðherra. Upp úr því hrökklaðist hann úr embætti, hvarf af sjónarsviðinu og gleymdist. Þá sagði flokksbróðir hans, Páll Magnússon, að verk Illuga hafi verið „kristaltær pólitísk spilling“. Nú er hann ráðinn til að hafa umsjón með Seðlabankanum og peningaveltu hans. Smám saman verður liðið kringum ríkisstjórn Engeyinga hlaðið gaurum, sem eru á sama siðferðisplani og Bjarni Ben og Benedikt Jóhannsson.