Illugi Gunnarsson lenti í vanda eins og Hanna Birna. Hún í valdníðsluvanda og hann í mútuvanda. Sambúð Illuga og Orku HS komst í hámæli, hagsmunagæzla hans í Kína, húsnæðisreddingar og undarlegar ofurgreiðslur Orku til hans. En þróunin var önnur hjá Illuga. Hanna Birna laug og þagði á víxl. Þegar fyrri lygi var götuð af fjölmiðlum, bauð hún upp á nýja lygi, sem einnig var götuð. Þannig drap hún sig pólitískt á rúmu ári. Illugi hefur annan háttinn á. Varð málstola, þegir út í eitt. Talar aðeins við fjölmiðla með því skilyrði, að þeir nefni ekki Orku HS. Hann kemst upp með það, því að fjölmiðlar eru orðnir fótaþurrka.