Illugi puðar enn

Punktar

Illugi Gunnarsson ber hugsjónabyrðar, sem komu sér illa fyrir þjóðina, þegar hann stjórnaði Sjóði 9. Það kostaði okkur milljarða. Í stað þess að hætta afskiptum af pólitík er Illugi orðinn ráðherra. Hann lærir ekkert af biturri reynslu. Á sama tíma og fólk hristir hausinn yfir afskiptum pólitíkusa af rekstri Íbúðalánasjóðs endurvekur hann afskipti pólitíkusa af ríkisútvarpi. Við höfðum þó reynslu af slíku í gamla daga og hún var ekki góð, ekki frekar en hjá Íbúðalánasjóði. Og svo treður Illugi flokksdindlum sínum inn í stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Vandræðamaður gefur út ávísanir á vandræði.