Hreppsnefndin á Laugum í Reykjadal ákvað á sínum tíma í vísdómi sínum, að þorskhausaverkun staðarins skyldi vera þar sem bæjartorg er annars staðar. Fagurri fabrikku var komið fyrir milli hótels og sundlaugar annars vegar og veitingahúss, hreppskontórs og hins frábæra Sparisjóðs Reykdæla hins vegar. Vafalaust var þetta talið til þess fallið að efla ferðaþjónustu staðarins. Einhverra hluta vegna fluttist hún samt á jaðra svæðisins, á Stóru-Laugar og Narfastaði. Fáir túrhestar ganga hins vegar um í vímu ilmsins af þorskhausum miðbæjartorgsins. Erfitt reynist stundum að éta kökuna og eiga hana í senn.